
Ferli okkar.
Hugarró þinn.
Hjá CargoConnect teljum við að innflutningur eigi að vera einfaldur, gagnsær og streitulaus — óháð stærð sendingarinnar.
Við skiljum að það getur verið flókið að flytja inn vörur frá öðru landi. Þess vegna höfum við byggt upp kerfi sem sér um allt - svo þú getir einbeitt þér að viðskiptunum þínum á meðan við sjáum um restina. Ferli okkar byggir á þremur lykilgildum sem leiða allt sem við gerum.
Ferlið okkar
Við höfum allt upp á borðinu — frá fyrsta tilboði til loka- afhendingar. Þú veist alltaf hverju þú gengur að. Engin falin gjöld. Engar óvæntar uppákomur.
Gagnsæi
Áreiðanleiki
Við vinnum eingöngu með traustum birgjum og flutningsaðilum í Póllandi og á Íslandi. Það er okkur mikilvægt að veita gott utanumhald og að afhenda vöruna á réttum tíma.
Persónulegur stuðningur
Á bak við hverja sendingu er raunveruleg manneskja sem er reiðubúin að aðstoða þig. Tvítyngt teymi okkar í Póllandi og á Íslandi tryggir að hver beiðni sé afgreidd fljótt og persónulega — frá fyrstu snertingu til lokaafhendingar.
Kjarnagildi
